Skrifaði undir nýjan níu milljarða samning í miðjum heimsfaraldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:00 Christian McCaffrey á fullri ferð með Carolina Panthers liðinu í leik á móti New England Patriots. EPA-EFE/JOHN CETRINO Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020 NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira