Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 17:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að tryggja að faraldurinn blossi ekki upp aftur. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00