Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 13:36 Stofurgangur á A-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira