Fá fjölda símtala vegna sjálfsvígshugleiðinga um páskana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:04 Frá vetrarsólstöðugöngu samtakanna árið 2017. Facebook/Pieta Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn um páskana. Framkvæmdastjóri samtakanna segir ljóst að samkomubann og einangrun reyni á marga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag. „Við bregðumst við lífinu eins og það er núna á þann hátt að hafa símann opinn og bjóða upp á hlýlegt spjall. Svo er ráðgjafi til staðar til að veita viðtal samdægurs og vinnur að því að koma viðkomandi til meðferðaraðila sem fyrst. Við erum afar meðvituð um að okkar hlutverk er að bregðast við aðstæðum með öllum leiðum sem mögulegar eru og okkur færar“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Hún bætir við að engum sé vísað frá samtökunum og allir séu velkomnir. Eins minnir hún á einkunnarorð samtakanna: „Það er alltaf von.“ „Þó svo að almenn þjónusta þarna úti í samfélaginu hafi breyst eða skerst þá er mikilvægt að muna að fæstum líður vel í svona ástandi og því verður að minna á það. Það hefur hvarflað að mér sá möguleiki að fólk upplifi að það sé skortur á heilbrigðisþjónustu og fólk jafnvel hugsi að það sé að taka tíma frá öðrum sem þurfi meira á honum að halda en það sjálft. Það er ekki rétt. Til að koma til móts við samfélagið þá höfum við aukið síma- og fjarþjónustu okkar, netspjallið er opið og meðferðaraðilar okkar leggja mikið á sig til þess að finna leiðir til að halda áfram meðferðarstarfi. Engum er vísað frá og besta leiðin er fundin fyrir hvern einstakling fyrir sig.“ Samtökin starfa undir leyfi Landlæknisembættisins bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir einstaklinga sem hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan. Einnig er boðið upp á viðtöl fyrir aðstandendur þeirra. Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem samtökin bjóða upp á er reynt eftir fremsta megni að aðstoða við leit á öðru úrræði. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Einnig er hægt að hafa samband við Píeta samtökin í gegn um netspjall, í síma 552-2218 eða á netfangið pieta@pieta.is.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira