Óðinn alvitri og Kári Stefáns renna saman í eitt Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2020 11:00 Glöggir menn tóku eftir því að þeir Óðinn og Kári Stefánsson eru býsna líkir. Og þegar rætt er við teiknarann þá kemur á daginn að líkindin eru hreint ekki úr lausu lofti gripin þó í upphafi hafi það ekki verið ráðgert. „Þetta er algjör tilviljun. Algjör,“ segir Jón Páll Halldórsson listamaður. Vísi hafa borist ábendingar um sláandi líkindi milli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og svo Óðins í teiknimyndasögunni Vargöld. Og því verður vart á móti mælt, þeir eru glettilega líkir. Í vægðarlausri veröld Óðins eru mönnum sköpuð örlög – og ekki alltaf blíð. Þannig er Vargöld meðal annars lýst á vef Forlagsins sem gefur bækurnar út. Og þannig mætti kannski lýsa veröld Kára einnig. Óðinn ekki sem visinn förumaður Á hinum póstmódernísku tímum rennur skáldskapurinn og veruleikinn saman í eitt. Og þannig hefur það alltaf verið. Íslendingar hafa stundað það allar götur, frá því þeir fóru að rýna í Íslendingasögur, að finna fólkið í sögunum. Jón Páll er þessa dagana að teikna þriðju og síðustu söguna í Vargöld, trílógíu. Hann og hans fjölskylda er búsett á Spáni og hann lætur vel af sér þar þrátt fyrir kórónuveiru.Birta Björnsdóttir Margir kjósa að trúa því að Íslendingasögurnar séu sannsögulegar; sagnfræði en ekki skáldskapur. Og meðan sögurnar búa í vitund manna eru þær sannleikur upp að ákveðnu marki. Saman við Íslendingasögurnar fléttast svo goðheimar, hin heiðna trú, í órofa heild. Vargöld byggir á goðafræðinni. Jón Páll segir þetta ekki úr vegi. „Ég og Þórhallur [Arnórsson sem skrifar söguna með Jóni Páli] pældum mikið í Óðni.“ Að sögn teiknarans hefur Óðinn oft verið lagður upp sem einhvers konar Gandálfs-týpa, með sítt hvítt hár, skegg og staf. Sem þiggur að einhverju leiti eigindir frá einum þætti í fari Óðins sem er förumaðurinn. „Okkar pæling byggir meira á því að hann er gamall stríðsguð, Wotan; sterklega byggður, hávaxinn, grannur og herðabreiður. Ekki visinn gamall maður,“ segir Jón Páll sem tekst á flug þegar hann lýsir þeirri hugmyndavinnu sem að baki býr. Þeim hugnaðist ekki þetta langa síða Gandálfsskegg og riðvaxinn líkaminn. „Ef þetta er stríðsguð, af hverju er hann þá ekki stutthærður? Við gerðum margar skissur og enduðum með þennan gæja.“ Hinn alvitri Óðinn og sá klári Kári Jón Páll lýsir því að Óðinn hafi tekið einhverjum breytingum í tímans rás og svo, fyrir um tveimur árum, fóru höfundarnir að taka eftir því að honum svipaði til Kára Stefánssonar. Og svo virðist sem þeir tveir séu nú að renna saman í eitt. „Kári er orðinn eldri nú, kominn með þetta hvíta skegg og þetta hár. Dregur auga í pung. Helmassaður sjötugur kallinn, ekkert nema vöðvarnir. Þetta er sama vaxtarlagið og er á Óðni. Lygilegt hvernig þeir eru að renna saman í einn og sama karakterinn,“ segir Jón Páll. Höfundarnir ráku upp stóru augu þegar þeir sáu Kára í nýlegum viðtalsþætti í sjónvarpi en þeim þykir sem hollningin, hvernig Kári ber sig, svipa mjög til þess hvernig Óðinn er í háttum. Jafnvel persónuleikinn er svipaður að sögn teiknarans. „Já, Óðinn er svona alvitur, veit allt og allt betur en aðrir. Hann er langt yfir hin goðin hafinn, talar niður til þeirra eins og þau séu einhverjir óþekktarormar. Hann veit að Ragnarök eru að koma, og hann er að reyna að fyrirbyggja það. Þetta hvílir þungt á honum og honum finnst allt annað heldur ómerkilegt.“ Og þetta kallast á við til að mynda þau viðhorf sem birtust hjá Kára þegar honum þótti sem Persónuvernd væri að flækjast fyrir sér varðandi það þegar Kári bauð fram aðstoð sína við sýnatöku vegna Covid-19. „Kári sér eitthvað lengra en við hin varðandi þessa veiru. Kannski Ragnarökin?“ spyr Jón Páll og hlær. En ekki er örgrannt um að taugaveiklunar gæti í þeim hlátri. Í góðum málum á Spáni Jón Páll, sem fæst við teikningu og húðflúr, stundum kallaður Jón flúrari, er sem áður sagði búsettur á Spáni ásamt konu sinni Birnu Björnsdóttur hönnuði og tveimur börnum. Óðinn í öllu sínu veldi. Ástandið á Spáni er ekki gott, þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Jón Páll segir ástandið ekki óbærilegt, ekki í því sem snýr að þeim en fjölskyldan býr aðeins utan við Barcelona. „Blessunarlega. Við erum þægilega út úr. Erum í okkar húsi með okkar litla garð og svo fer maður bara út í búð með gúmmíhanska og grímu.“ Fjölskyldan hefur nú verið búsett á Spáni í átta ár. Upphaflega stóð bara til að vera í eitt ár, þau leigðu hús sitt á Íslandi með húsgögnum og öllu en nú er búið að selja það. Og þau búin að koma sér vel fyrir á Spáni. Það stendur ekki til að flytja heim í bráð. Jón Páll segir þau veðurfarslega flóttamenn. Og það er nóg að gera úti. „Já, ég er að tattúrera hér og svo kem ég heim reglulega og tattúrera. Ég og við bæði sækjum vinnu og verkefni heim. Ég er að teikna og hanna og hún að sauma föt hér úti og sendir heim,“ segir Jón Páll og telur sig njóta þess besta sem hvort land um sig hefur uppá að bjóða. Nú er hann að teikna þriðju og síðustu bókina í trílógíunni um Vargöld. Og er niðursokkinn í það verkefni. Íslendingar erlendis Bókmenntir Íslensk erfðagreining Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er algjör tilviljun. Algjör,“ segir Jón Páll Halldórsson listamaður. Vísi hafa borist ábendingar um sláandi líkindi milli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og svo Óðins í teiknimyndasögunni Vargöld. Og því verður vart á móti mælt, þeir eru glettilega líkir. Í vægðarlausri veröld Óðins eru mönnum sköpuð örlög – og ekki alltaf blíð. Þannig er Vargöld meðal annars lýst á vef Forlagsins sem gefur bækurnar út. Og þannig mætti kannski lýsa veröld Kára einnig. Óðinn ekki sem visinn förumaður Á hinum póstmódernísku tímum rennur skáldskapurinn og veruleikinn saman í eitt. Og þannig hefur það alltaf verið. Íslendingar hafa stundað það allar götur, frá því þeir fóru að rýna í Íslendingasögur, að finna fólkið í sögunum. Jón Páll er þessa dagana að teikna þriðju og síðustu söguna í Vargöld, trílógíu. Hann og hans fjölskylda er búsett á Spáni og hann lætur vel af sér þar þrátt fyrir kórónuveiru.Birta Björnsdóttir Margir kjósa að trúa því að Íslendingasögurnar séu sannsögulegar; sagnfræði en ekki skáldskapur. Og meðan sögurnar búa í vitund manna eru þær sannleikur upp að ákveðnu marki. Saman við Íslendingasögurnar fléttast svo goðheimar, hin heiðna trú, í órofa heild. Vargöld byggir á goðafræðinni. Jón Páll segir þetta ekki úr vegi. „Ég og Þórhallur [Arnórsson sem skrifar söguna með Jóni Páli] pældum mikið í Óðni.“ Að sögn teiknarans hefur Óðinn oft verið lagður upp sem einhvers konar Gandálfs-týpa, með sítt hvítt hár, skegg og staf. Sem þiggur að einhverju leiti eigindir frá einum þætti í fari Óðins sem er förumaðurinn. „Okkar pæling byggir meira á því að hann er gamall stríðsguð, Wotan; sterklega byggður, hávaxinn, grannur og herðabreiður. Ekki visinn gamall maður,“ segir Jón Páll sem tekst á flug þegar hann lýsir þeirri hugmyndavinnu sem að baki býr. Þeim hugnaðist ekki þetta langa síða Gandálfsskegg og riðvaxinn líkaminn. „Ef þetta er stríðsguð, af hverju er hann þá ekki stutthærður? Við gerðum margar skissur og enduðum með þennan gæja.“ Hinn alvitri Óðinn og sá klári Kári Jón Páll lýsir því að Óðinn hafi tekið einhverjum breytingum í tímans rás og svo, fyrir um tveimur árum, fóru höfundarnir að taka eftir því að honum svipaði til Kára Stefánssonar. Og svo virðist sem þeir tveir séu nú að renna saman í eitt. „Kári er orðinn eldri nú, kominn með þetta hvíta skegg og þetta hár. Dregur auga í pung. Helmassaður sjötugur kallinn, ekkert nema vöðvarnir. Þetta er sama vaxtarlagið og er á Óðni. Lygilegt hvernig þeir eru að renna saman í einn og sama karakterinn,“ segir Jón Páll. Höfundarnir ráku upp stóru augu þegar þeir sáu Kára í nýlegum viðtalsþætti í sjónvarpi en þeim þykir sem hollningin, hvernig Kári ber sig, svipa mjög til þess hvernig Óðinn er í háttum. Jafnvel persónuleikinn er svipaður að sögn teiknarans. „Já, Óðinn er svona alvitur, veit allt og allt betur en aðrir. Hann er langt yfir hin goðin hafinn, talar niður til þeirra eins og þau séu einhverjir óþekktarormar. Hann veit að Ragnarök eru að koma, og hann er að reyna að fyrirbyggja það. Þetta hvílir þungt á honum og honum finnst allt annað heldur ómerkilegt.“ Og þetta kallast á við til að mynda þau viðhorf sem birtust hjá Kára þegar honum þótti sem Persónuvernd væri að flækjast fyrir sér varðandi það þegar Kári bauð fram aðstoð sína við sýnatöku vegna Covid-19. „Kári sér eitthvað lengra en við hin varðandi þessa veiru. Kannski Ragnarökin?“ spyr Jón Páll og hlær. En ekki er örgrannt um að taugaveiklunar gæti í þeim hlátri. Í góðum málum á Spáni Jón Páll, sem fæst við teikningu og húðflúr, stundum kallaður Jón flúrari, er sem áður sagði búsettur á Spáni ásamt konu sinni Birnu Björnsdóttur hönnuði og tveimur börnum. Óðinn í öllu sínu veldi. Ástandið á Spáni er ekki gott, þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Jón Páll segir ástandið ekki óbærilegt, ekki í því sem snýr að þeim en fjölskyldan býr aðeins utan við Barcelona. „Blessunarlega. Við erum þægilega út úr. Erum í okkar húsi með okkar litla garð og svo fer maður bara út í búð með gúmmíhanska og grímu.“ Fjölskyldan hefur nú verið búsett á Spáni í átta ár. Upphaflega stóð bara til að vera í eitt ár, þau leigðu hús sitt á Íslandi með húsgögnum og öllu en nú er búið að selja það. Og þau búin að koma sér vel fyrir á Spáni. Það stendur ekki til að flytja heim í bráð. Jón Páll segir þau veðurfarslega flóttamenn. Og það er nóg að gera úti. „Já, ég er að tattúrera hér og svo kem ég heim reglulega og tattúrera. Ég og við bæði sækjum vinnu og verkefni heim. Ég er að teikna og hanna og hún að sauma föt hér úti og sendir heim,“ segir Jón Páll og telur sig njóta þess besta sem hvort land um sig hefur uppá að bjóða. Nú er hann að teikna þriðju og síðustu bókina í trílógíunni um Vargöld. Og er niðursokkinn í það verkefni.
Íslendingar erlendis Bókmenntir Íslensk erfðagreining Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira