Markaskorarinn og læknisfræðineminn útilokar ekki atvinnumennsku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Elín Metta hefur leikið vel með Valsliðinu undanfarin ár. vísir/daníel Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta. Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Sjá meira
Ein besta fótboltakona landsins, Elín Metta Jensen, raðar ekki bara inn mörkum á fótboltavellinum heldur stundar hún einnig læknisfræði með fótboltanum. Hún segir að það krefjist aga að sameina þetta tvennt. Elín Metta fór á kostum á síðustu leiktíð. Hún skoraði sextán mörk í Íslandsmeistaraliði Vals en með fram fótboltanum er það skólinn sem hún eyðir mestum tíma sínum í. „Maður þarf að vera agaður og svo má maður ekki endalaust vera með svipuna á sér. Maður þarf líka að gefa sjálfri sér „space“. Kannski er fínt að nýta tímann í það núna að leyfa sér að taka því rólega,“ sagði Elín. „Skólinn heldur áfram og æfingar eru á fullu. Ég lít það jákvæðum augum að geta æft áfram en maður æfir bara sjálf. Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt held ég áfram og ég er með það mikið keppnisskap að það hverfur ekkert meðan ég er í fótbolta. Það er bara halda áfram að gera vel með Val. Við erum með frábært lið og maður er bjartsýnn á framhaldið með Völsurum.“ Klippa: Áskorun fyrir mig að stunda fótboltann með læknanáminu segir landsliðskonan Elín Metta Elín Metta fór til Bandaríkjanna árið 2015 og hugðist stunda þar nám en þau plön héldu ekki lengi. „Það var skrýtið að hætta við það því það var eitthvað sem ég hafði stefnt að lengi. Svo komst ég að því að þetta hentaði mér ekkert sérstaklega vel og ég tók þessa ákvörðun að reyna komast inn í læknisfræði. Ég sé ekki eftir því í dag. Í rauninni var það bara gott skref.“ Þrátt fyrir námið útilokar þessi magnaði framherji ekki að fara í atvinnumennsku síðar meir. „Ég útiloka það ekki og mér finnst það spennandi. Ég ætla að taka eitt ár í einu og sjá hvernig gengur að sameina þetta áfram,“ sagði Elín Metta.
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Sjá meira