Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 20:00 Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda. Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi í dag að þær aðgerðir og takmarkanir sem settar hafa verið á hafi gefist vel í faraldrinum. Fjórtán greindust með smit síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi þeirra sem hafa sýkst tæplega sautjánhundruð. Níutíu batnaði. Þá hefur jafn mörgum batnað og eru nú í einangrun. Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið og lítið samfélagslegt smit í gangi þurfi landsmenn að undirbúa sig undir áframhaldandi takmarkanir. Frá upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis í dagMynd/Lögreglan Mótefnamælingar síðar í mánuðinum „Við þurfum að vera við því búin að litlar hópsýkingar geti brotist út ef við gætum ekki að okkur sem þýðir að við þurfum að halda áfram árvekni eins og við höfum gert fram að þessu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ráðist verði í mótefnamælingar síðar í mánuðinum til þess að kanna hverjir séu út settir fyrir smiti. Eins og fram hefur komið verður aðgerðum í samfélaginu aflétt í skrefum frá 4. maí. „Hvert skref mun örugglega þurfa taka svona þrjár til fjórar vikur og það mun ábyggilega ná yfir einhverja vikur og mánuði og örugglega yfir sumartímann,“ segir Þórólfur. Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Ef í ljós komi að aflétting aðgerða verði til þess að smitum fjölgi megi gera ráð fyrir að þær verði hertar aftur. „Ég bið landsmenn um að vera undir það búna að takmarkanir verði settar á stórar samkomur í sumar. Hvernig það verður gert verður auglýst síðar,“ segir Þórólfur. Út árið þurfi almenningur að viðhalda almennu hreinlæti, virða tveggja metra fjarlægðarmörk, vernda viðkvæma hópa og forðast mannmarga staði. Þórólfur segir einnig að takmarkanir verði settar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands sem og á ferðir Íslendinga til útlanda.
Tengdar fréttir Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00 Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27 Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 11. apríl 2020 13:00
Framlengja aðgerðaáætlun á norðanverðum Vestfjörðum Óbreytt fyrirkomulag verður á sóttvarnaraðgerðum á norðanverðum Vestfjörðum að minnsta kosti til 26. apríl næstkomandi. 11. apríl 2020 17:27
Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11. apríl 2020 13:01