Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Kona sem myrt var á heimili sínu aðfaranótt mánudags hafði óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ástands sonar hennar, um fimm klukkutímum áður en hann réðst á hana. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um upplýsingafund almannavarna og landlæknis í dag þar sem sóttvarnalæknir sagði landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring.

Í fréttatímanum heyrum við líka af stemningunni á Vestfjörðum þar sem vanalega iðar allt af lífi yfir páskana á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni og við fáum að sjá ný útklakta páskaunga á Hvolsvelli.

Allt þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×