Sérstök tilfinning að vera á fundi með Barack Obama Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:42 Dagur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að vera með Obama á fundi. Vísir/Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira