Erlent

Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg

Kjartan Kjartansson skrifar
Dómur Evrópudómstólsins í Lúxemborg er lagalega bindnandi fyrir ungversk stjórnvöld.
Dómur Evrópudómstólsins í Lúxemborg er lagalega bindnandi fyrir ungversk stjórnvöld. Vísir/EPA

Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur.

Um þrjú hundruð hælisleitendum er haldið á svæðum við landamæri Ungverjalands og Serbíu. Af þeim hafa um 120 dvalið á svæðunum í meira en ár, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Stjórn þjóðernissinnans Orban hefur neitað að taka við hælisleitendum sem koma frá löndum utan Evrópu. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það jafngilti frelsissviptingu að halda hælisleitendunum á landamærasvæðunum þar sem þeir mega hvorki fara löglega inn í Ungverjaland né snúa aftur til Serbíu.

Tvær fjölskyldur, önnur frá Íran og hin frá Afganistan, stefndu ungverskur ríkisstjórninni fyrir Evrópudómstólnum. Ungversk stjórnvöld synjuðu hælisumsókn þeirra og serbnesk yfirvöld neituðu að taka við þeim aftur. Dómstóllinn að halda mætti hælisleitendum á landamærunum en eftir fjórar vikur yrðu ríki að koma þeim fyrir innan landsins.

Mál fólksins fer nú aftur fyrir dómstól í Ungverjalandi sem verður að taka tillit til dóms Evrópudómstólsins. Lögmaður fjölskyldnanna segir að ungverk stjórnvöld verði að sleppa þeim úr haldi auk allra annarra hælisleitenda sem þau haldi ólöglega.


Tengdar fréttir

Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda

Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins.

Ung­verjar kalla Þóri og hina nor­rænu sendi­herrana á teppið

Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn.

Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki

Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×