Innlent

Kanna hreyfingu meðal almennings fyrir og eftir samkomubann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað vegna kórónuveirunnar og margir sem nýta tímann og skella sér út að hlaupa.
Líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað vegna kórónuveirunnar og margir sem nýta tímann og skella sér út að hlaupa. Vísir/Hanna

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík eru aðilar að Alþjóðlegum rannsóknarhópi um Covid-19 og hreyfingu sem stendur nú fyrir könnun á reglubundinni hreyfingu almennings fyrir og eftir samkomubann vegna kórónaveirunnar. 

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar og Daði Rafnsson stundakennari við íþróttafræðideild og doktorsnemi við HR eru í forsvari fyrir rannsóknina hér á landi en hópurinn telur tugi fræðimanna um allan heim. 

„Á síðari tímum hefur ekkert haft jafn víðtæk áhrif á daglegt líf fólks um alla veröld eins og kórónaveiran“, segir Hafrún. 

„Það er mikilvægt að kanna hvort hvaða breytingar verða á hegðun eins og hreyfingu og við viljum því biðla til íslensks almennings að taka þátt í könnuninni“. 

Hægt er að taka þátt í könnuninni hér.

Athugið að velja íslensku útgáfuna í tungumálastikunni í byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×