Segja að félögin eigi að standa við samninga þó að víða þurfi að finna samkomulag um skerðingu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:45 Ingi Þór er þjálfari KR sem og tengiliður FKÍ. VÍSIR/BÁRA Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira