Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2020 17:10 Þéttbýlt er í flóttamannabúðum Róhingja í Cox's Bazar. EPA/SUMAN PAUL Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika. Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika.
Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira