Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2020 17:10 Þéttbýlt er í flóttamannabúðum Róhingja í Cox's Bazar. EPA/SUMAN PAUL Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika. Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika.
Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira