Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. apríl 2020 09:00 Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun