Heimsbíll ársins er Kia Telluride Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. apríl 2020 07:00 Kia Telluride Verðlaunin fyrir heimsbíl ársins 2020 voru veitt í Toronto í Kanada í gær. Þar var Kia Telluride hlutskarpastur. Kia vann tvo flokka en Kia Soul EV vann flokk borgarbíla. Porsche Taycan vann svo tvo flokka upp á sitt einsdæmi. Mazda 3 fékk hönnunarverðlaun ársins 2020. „Allir hjá Kia eru heiðraðir, við unnum ekki ein heldur tvenn verðlaun hjá dómnefndinni í vali á heimsbíl ársins,“ sagði Thomas Schemera yfirmaður vörudeildar hjá Kia Motors Corporation. „Þetta eru ein eftirsóttustu verðlaunin á heimsvísu í bílabransanum, þetta er til votts um það að Telluride og Soul EV eru framúrskarandi bílar. Þessi verðlaun bera með sér hversu hæfileikaríkt og duglegt teymið er á heimsvísu og hversu hart allir sækja að því að framleiða eftirsótta gæða bíla sem hafa gott notagildi og ökumenn elsk,“ bætti Schemera við. Porsche Taycan Porsche Taycan vann flokkana: lúxusbíll ársins 2020 og sportbíll (e. Performance) ársins 2020. „Porsche Taycan var hannaður með skýran tilgang: Að sýna að rafbíll getur haft góða frammistöðu, aksturseiginleika og virkað í hversdagsleikanum og notagildið sem einkennir hvern Porsche. Við erum afar stolt af því að alþjóðlegur hópur dómara telur okkur hafa tekist ætlunarverkið,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche. Mazda 3 Mazda 3 fékk hönnunarverðlaun ársins 2020, Porsche Taycan var í þriggja bíla úrslitum þar einnig, ásamt Peugeot 208. „Það er okkur mikill heiður að taka á móti þessum verðlaunum, sérstaklega á 100 ára afmæli Mazda. Við munum halda áfram að skaffa viðskiptavinum einstaka vöru, hönnun, tækni og upplifun,“ sagði Akira Marumoto, framkvæmdastjóri Mazda. Marumoto byrjaði á því að votta þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af kórónaveirunni samúð alls fyrirtækisins. Árið í ár er 15. árið sem verðlaunin eru veitt í samvinnu við Bílasýninguna í New York. Henni hefur nú verið frestað fram í ágúst. Bílar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Verðlaunin fyrir heimsbíl ársins 2020 voru veitt í Toronto í Kanada í gær. Þar var Kia Telluride hlutskarpastur. Kia vann tvo flokka en Kia Soul EV vann flokk borgarbíla. Porsche Taycan vann svo tvo flokka upp á sitt einsdæmi. Mazda 3 fékk hönnunarverðlaun ársins 2020. „Allir hjá Kia eru heiðraðir, við unnum ekki ein heldur tvenn verðlaun hjá dómnefndinni í vali á heimsbíl ársins,“ sagði Thomas Schemera yfirmaður vörudeildar hjá Kia Motors Corporation. „Þetta eru ein eftirsóttustu verðlaunin á heimsvísu í bílabransanum, þetta er til votts um það að Telluride og Soul EV eru framúrskarandi bílar. Þessi verðlaun bera með sér hversu hæfileikaríkt og duglegt teymið er á heimsvísu og hversu hart allir sækja að því að framleiða eftirsótta gæða bíla sem hafa gott notagildi og ökumenn elsk,“ bætti Schemera við. Porsche Taycan Porsche Taycan vann flokkana: lúxusbíll ársins 2020 og sportbíll (e. Performance) ársins 2020. „Porsche Taycan var hannaður með skýran tilgang: Að sýna að rafbíll getur haft góða frammistöðu, aksturseiginleika og virkað í hversdagsleikanum og notagildið sem einkennir hvern Porsche. Við erum afar stolt af því að alþjóðlegur hópur dómara telur okkur hafa tekist ætlunarverkið,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche. Mazda 3 Mazda 3 fékk hönnunarverðlaun ársins 2020, Porsche Taycan var í þriggja bíla úrslitum þar einnig, ásamt Peugeot 208. „Það er okkur mikill heiður að taka á móti þessum verðlaunum, sérstaklega á 100 ára afmæli Mazda. Við munum halda áfram að skaffa viðskiptavinum einstaka vöru, hönnun, tækni og upplifun,“ sagði Akira Marumoto, framkvæmdastjóri Mazda. Marumoto byrjaði á því að votta þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af kórónaveirunni samúð alls fyrirtækisins. Árið í ár er 15. árið sem verðlaunin eru veitt í samvinnu við Bílasýninguna í New York. Henni hefur nú verið frestað fram í ágúst.
Bílar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira