Hrúgast inn tilkynningar um holur í vegum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 19:57 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira