Innlent

Vinna að rafrænum undirskriftum vegna faraldursins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hér á fullveldisafmælinu í Hörpu þann 1. desember ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni. Guðni hefur einn lýst yfir framboði í sumar.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hér á fullveldisafmælinu í Hörpu þann 1. desember ásamt Elizu Reid, eiginkonu sinni. Guðni hefur einn lýst yfir framboði í sumar. vísir/vilhelm

Dómsmálaráðuneytið segist nú vinna að því að bjóða upp á rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fyrirhugaðar eru 27. júní næstkomandi. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er sá eini sem hefur formlega gefið kost á sér á þessari stundu.

Vegna samkomubanns og „þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu“ vegna kórónuveirufaraldursins hefur Alþingi nú til meðferðar frumvarp til breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands, þar sem fyrrnefnd rafræn söfnun meðmælenda er t.a.m. heimiluð.

„Jafnframt verður unnt að safna meðmælendum með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír. Dómsmálaráðuneytið hefur látið gera eyðublöð fyrir meðmælendur til undirritunar sem forsetaefni geta nýtt sér við framboðið fari söfnun meðmælenda fram með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír. Hefur sérstakt eyðublað verið gert fyrir hvern landsfjórðung,“ segir á vef dómsmálaráðuneytisins en þar má jafnframt nálgast undirskriftalista fyrir meðmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×