Innlent

Alma, Víðir og Þórólfur nýi Dallas eldri borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórunn Sveinbjörnsdóttir er sjálf orðin símavinur hjá Reykjavíkurborg en þeir hringja í eldri borgara og ræða við þá.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir er sjálf orðin símavinur hjá Reykjavíkurborg en þeir hringja í eldri borgara og ræða við þá. Júlíus Sigurjónsson

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara, hrósaði Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í hástert á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Fólkið mitt fyrir aftan mig það hlustar á ykkur alla daga. Þetta er bara orðinn Dallas, aðalþátturinn,“ sagði Þórunn og brosti. Fundurinn í dag var sá 39. í röðinni þar sem þríeykið skýrir frá vendingum vegna kórónuveirunnar.

Vísaði Þórunn til sjónvarpsþáttanna Dallas sem sýndir voru um árabil í sjónvarpinu, á þeim tíma sem aðeins Ríkissjónvarpið var í boði - og sjónvarp var ekki á fimmtudögum og í júlí. Þá fylgdust svo til allir Íslendingar með glæstum lífsstíl olíuauðkýfinga frá Texas.

Eldra fólk um allt land er ýmist í sjálfskipuðu sóttkví eða á hjúkrunarheimilum þar sem ríkir heimsóknarbann. Eldra fólk á erfiðara með að vinna gegn Covid-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur og því lagt upp með að gæta alls öryggis á hjúkrunarheimilum.

Að neðan má sjá umfjöllun CBS um Dallas og atriðið þegar J.R. var skotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×