Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2020 11:31 Renee Zellweger hefur í tvígang unnið Óskarinn. Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira