Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2020 11:31 Renee Zellweger hefur í tvígang unnið Óskarinn. Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira