Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 19:24 Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, greindi frá þessu í beinni útsendingu í kvöld. skjáskot Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp kórónuveiruhópsýking. Greint var frá því í gær að þar hafi heimilsmaður látist vegna kórónuveirusýkingar, einn sjúklingur var fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn til innlagnar á Landspítalann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meiri ró er komin á starfsemi Bergs eftir að þangað barst liðsauki bakvarðasveitar heilbrigðisstarfsfólks. Fjórir heimilismenn á Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit, sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Gylfi segir að þetta sé erfitt ástand fyrir heimilsfólk, því sé nú sinnt af starfsfólki sem það þekkir ekki. Ekki bæti úr skák að starfsfólkið er í hlífðarbúnaði frá toppi til táar. „Eins og grænar geimverur inni á heimili þeirra,“ eins og Gylfi lýsti því. Sjá einnig: Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Þar að auki getur heimisfólk á Bergi ekki verið saman á kaffistofunni eða hitt ættingja sína. Því segir Gylfi að stuðst sé við síma, spjaldtölvu og aðrar tæknilausnir svo að heimilismenn geti átt í samskiptum við aðstandendur. Þar að auki sé hægt að fara upp á svalir hússins eða tala við fólk fyrir utan í gegnum glugga. Gylfi segir að sama skapi að smituðum hafi ekki fjölgað mikið upp á síðkastið eftir að samkomutakmarkanir voru hertar. Nú mega aðeins fimm koma saman þar. „Okkur sýnist við vera að ná utan um ástandið, bæði inni á Bergi og úti í samfélaginu,“ segir Gylfi. Hann bætir þó við að nú sé liðinn svo langur tími að þau sem veiktust fyrst í umræddri hópsýkingu á Bergi gætu verið að fá alvarlegri einkenni. Í því samhengi nefnir Gylfi að einn sjúklingur hafi verið fluttur á gjörgæslu á Akureyri í gær og annar nú seinni partinn á Landspítalann. Viðtalið við Gylfa má nálgast í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38 Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36
Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. 7. apríl 2020 11:38
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20