Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 19:00 Guðlaug Edda í fullu fjöri í bílskúrnum í dag. vísir/vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira