Varar við því að fólk kaupi mótefnamælingar á netinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 14:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar fólk við því að gangast undir vafasamar mótefnamælingar. Á upplýsingafundinum í dag sagði hann mikið vera um það að aðilar séu að bjóða fólki að kaupa mótefnamælingar, ýmist sem heimapróf eða á rannsóknarstofu. Með mótefnamælingu er yfirleitt átt við um blóðpróf sem er ætlað að sýna hvort fólk hafi mótefni gegn kórónuveirunni og hafi þar með sýkst af henni á einhverjum tímapunkti. Til stendur að hefja þannig mælingar þegar faraldurinn er kominn í rénun en Þórólfur mælir sterklega gegn því að fólk leitist eftir því að fara í slíkar mælingar í millitíðinni. „Ég vil vara við því að menn fari að kaupa einhver svona próf á netinu. Þau eru oft ekkert mjög áreiðanleg, ekkert á bak við þau og geta þannig gefið villandi niðurstöður.“ Slík próf þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og gæðastaðla ásamt því að vera örugg og áreiðanleg. Hann segir að embætti landlæknis þurfi að taka slík próf til umfjöllunar áður en notkun þeirra sé leyfð og eru þau sömuleiðis háð samþykki heilbrigðisráðherra. „Við verðum að hafa áreiðanlegar rannsóknarstofur og aðila til að ábyrgjast þessi próf þegar við förum að nota þau. Þau eru ekki komin í notkun hér enn þá.“ Þórólfur sagði á fundinum að ekki fengust marktækar niðurstöður úr víðtækum mótefnamælingum fyrr en að faraldurinn væri kominn í rénun. Vonast er til þess að það fari að gerast í og upp úr miðjum aprílmánuði og munu slíkar prófanir að hans sögn hugsanlega fara fram á vegum heilbrigðisyfirvalda upp úr því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira