John Kavanagh heyrði næstum því í Conor McGregor alla leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 08:30 Conor McGregor svaraði loksins símanum og var síðan stjarna fyrsta bardagakvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020 MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira