John Kavanagh heyrði næstum því í Conor McGregor alla leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 08:30 Conor McGregor svaraði loksins símanum og var síðan stjarna fyrsta bardagakvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020 MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Conor McGregor er einn allra frægasti UFC bardagamaður allra tíma en fyrir sjö árum síðan þá vissu ekki alltof margir hver hann var. Það breyttist allt þegar Conor fékk sinn fyrsta UFC-bardaga og sló síðan í gegn á stóra sviðinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, var í viðtali hjá Ariel Helwani og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann lét Conor McGregor vita af hann væri búinn að fá sinn fyrsta UFC bardaga. Brimage Holloway Brandao Poirier Siver Mendes Aldo Diaz I Diaz II Alvarez Khabib Cowboy Every single fight, back to back Conor McGregor Day | Monday, April 6th | BT Sport 3 HD pic.twitter.com/oE36YU4bFY— UFC on BT Sport (@btsportufc) April 3, 2020 John Kavanagh var þarna að tala um upphafsár Conors McGregor þar sem írski bardagakappinn var ekki að fá mikinn pening fyrir sitt framlag í búrinu þrátt fyrir að hann væri að vinna alla bardaga sína. „Conor McGregor var að missa áhugann á þessum tíma og sást minna og minna í salnum,“ sagði John Kavanagh og hélt áfram: „Ég held að hann hafi bara verið að fá 500 til 1000 dollara fyrir bardaga þrátt fyrir að vera vinna svokallaða heimsmeistaratitla,“ sagði John Kavanagh. „Þetta var fyrir jólin og hann var farinn að hugsa um það að hann þyrfti að gera eitthvað annað með sitt líf,“ sagði John Kavanagh sem var sjálfur ekki tilbúinn að missa Conor út úr sportinu. „Ég hafði komist yfir tölvupóstinn hjá Sean Shelby [hjá UFC] og lét hann ekki í friði. Að lokum svaraði hann mér í lok janúar og ég á enn þann tölvupóst. Hann talaði þar um bardagakvöld 6. apríl,“ sagði John Kavanagh. „Ég var þarna staddur á Íslandi og varð mjög spenntur við að fá þessar fréttir. Ég fór að hringja í Conor en hann svaraði ekki símanum. Ég fréttir líka þá að hann lét ekki sjá sig þegar hann átti að kenna tíma í salnum. Hann átti að taka einn tíma á viku fyrir mig,“ sagði John Kavanagh. „Hann hélt ég væri að hringja í hann til að agnúast út af því. Ég endaði á að senda honum smáskilboð: Svaraðu andskotans símanum því UFC var að hafa samband,“ sagði Kavanagh. „Hann svaraði loksins símanum og þú veist hvernig Conor er, róleg og yfirveguð týpa sem æsir sig aldrei,“ sagði John Kavanagh af kaldhæðni en hélt svo áfram: „Ég gat næstum því heyrt öskrin í honum frá Írlandi til Íslands án þess að nota símann. Ég man líka sérstaklega eftir því að Conor spurði aldrei í símtalinu um það við hvern hann væri að fara að berjast,“ sagði John Kavanagh. Fyrsti UFC-bardagi Conor McGregor var á móti Marcus Brimage og Conor tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu. Hann fékk líka verðlaunin fyrir rothögg kvöldsins. Eftir það var frami hans hraður innan UFC. Það má heyra þetta viðtalsbrot hér fyrir neðan. "I could almost hear him screaming from Ireland, all the way to Iceland."@John_Kavanagh recalls the phone call to @TheNotoriousMMA to tell him that he would be making his UFC debut (via @arielhelwani) pic.twitter.com/CrqwFmVRX4— ESPN MMA (@espnmma) April 6, 2020
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira