Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 16:38 Súpueldhús fyrir slasaða eða ólaunaða farandverkamenn í Singapúr. Slasist verkamennirnir missa þeir oft vinnuna og hafa ekki efni á að koma sér heim. Vísir/EPA Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira