„Hvað er að mér á nóttunni?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 21:00 Getty/ Westend61 Kynfræðingurinn Sigga Dögg ræddi kynlíf á meðgöngu í þættinum Leyniskjölin af hlaðvarpinu Kviknar. Þar kom hún sérstaklega inn á draumana sem margar konur upplifa á meðan þær ganga með barn. „Það er nú aldeilis hiti í þeim. Það er svo gaman þegar maður fer að spyrja konur og þær eru bara „Hvað er að mér á nóttunni? Ég er bara með öllum og nágrannanum þeirra, það er bara endalaust að gerast.“ Mér finnst það svolítið skemmtilegt, mér finnst það svolítið falleg gjöf, það er eitthvað svo öruggt að vera mjög gröð á meðgöngu.“ Sigga Dögg segir að þegar haldnar eru svokallaðar barnasturtur fyrir verðandi móður, ættu vinkonur að kaupa saman handa kynlífstæki sem gjöf fyrir hana. „Þá ættum við að gefa eitt gott kynlífstæki, við ættum að gefa gott sleipiefni og við ættum að segja njóttu þín, það eru skemmtilegir tímar fram undan hvort sem það er í draumi eða vöku.“ Það sé nefnilega svo gott fyrir líkamann að fá fullnægingu og losi líka um streitu. „Það kemur samdráttur í legið þegar við fáum það svo þetta er í rauninni eins og að setja litla barnið í nudd. Þú ert í þessari haföndun og blablabla, í öllu þessu jóga og svona, fínt og flott sko. En ef þú vilt virkilega dekra við dúlluna þína, þá færðu það.“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hvetur til þess að ófrískar konur fái nýtt kynlífstæki að gjöf. Vísir/Vilhelm Sigga Dögg segir að þessi tími ófrískra kvenna með sjálfum sér, sé alveg jafn mikilvægur og að borða holt, fara í jóga og svo framvegis. „Leyfðu þér þá þetta líka. Hvenær hefur þú gefið þér pláss til að fróa þér og hafa ógeðslega gaman að því? Þarna ætla ég bara að skrifa upp á það. Þetta er ótrúlega gott fyrir þína geðheilsu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum eins og Spotify. Viðtalið við Siggu Dögg hefst á mínútu 61 í þættinum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Tengdar fréttir Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Kynfræðingurinn Sigga Dögg ræddi kynlíf á meðgöngu í þættinum Leyniskjölin af hlaðvarpinu Kviknar. Þar kom hún sérstaklega inn á draumana sem margar konur upplifa á meðan þær ganga með barn. „Það er nú aldeilis hiti í þeim. Það er svo gaman þegar maður fer að spyrja konur og þær eru bara „Hvað er að mér á nóttunni? Ég er bara með öllum og nágrannanum þeirra, það er bara endalaust að gerast.“ Mér finnst það svolítið skemmtilegt, mér finnst það svolítið falleg gjöf, það er eitthvað svo öruggt að vera mjög gröð á meðgöngu.“ Sigga Dögg segir að þegar haldnar eru svokallaðar barnasturtur fyrir verðandi móður, ættu vinkonur að kaupa saman handa kynlífstæki sem gjöf fyrir hana. „Þá ættum við að gefa eitt gott kynlífstæki, við ættum að gefa gott sleipiefni og við ættum að segja njóttu þín, það eru skemmtilegir tímar fram undan hvort sem það er í draumi eða vöku.“ Það sé nefnilega svo gott fyrir líkamann að fá fullnægingu og losi líka um streitu. „Það kemur samdráttur í legið þegar við fáum það svo þetta er í rauninni eins og að setja litla barnið í nudd. Þú ert í þessari haföndun og blablabla, í öllu þessu jóga og svona, fínt og flott sko. En ef þú vilt virkilega dekra við dúlluna þína, þá færðu það.“ Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hvetur til þess að ófrískar konur fái nýtt kynlífstæki að gjöf. Vísir/Vilhelm Sigga Dögg segir að þessi tími ófrískra kvenna með sjálfum sér, sé alveg jafn mikilvægur og að borða holt, fara í jóga og svo framvegis. „Leyfðu þér þá þetta líka. Hvenær hefur þú gefið þér pláss til að fróa þér og hafa ógeðslega gaman að því? Þarna ætla ég bara að skrifa upp á það. Þetta er ótrúlega gott fyrir þína geðheilsu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum eins og Spotify. Viðtalið við Siggu Dögg hefst á mínútu 61 í þættinum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Tengdar fréttir Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06