Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 10:00 Garpur Elísabetarson hefur síðustu 12 daga ferðast hringinn í kringum Ísland, aleinn á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt. Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt.
Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp