Einn besti bridgespilari þjóðarinnar fallinn fyrir Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2020 23:39 Þau hjónin Mary Pat Frick og Sigurður Sverrisson. Hún féll frá skömmu áður en hann smitaðist af kórónuveirunni sem svo dró hann til dauða eftir harða baráttu. Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn. Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Sigurður Sverrisson flugvirki og afreksmaður í bridge andaðist á Landspítalanum í gær. Sigurður er sá fimmti sem deyr á Íslandi, svo staðfest sé, eftir að hafa veikst af Covid-19-sjúkdóminum. Sigurður hafði barist við sjúkdóminn um nokkurra vikna skeið, var kominn í öndunarvél og síðasta mánudag var honum vart hugað líf. En eins og fyrir eitthvert kraftaverk braggast hann og losnaði úr öndunarvélinni um skeið. En svo færðist sjúkdómurinn aftur í aukana og dró hann að endingu til dauða. Þann besta vantaði Sigurður er fæddur 1953, starfaði lengi í Álverinu í Straumsvík sem kranamaður. Hann fór þá utan til Tulsa í Bandaríkjunum hvar hann nam flugvirkjun. Sigurður Sverrisson er stigahæsti bridgespilari landsins frá upphafi. Sigurður starfaði áratugum saman hjá Icelandair og fór á eftirlaun í byrjun árs. Hann giftist bandarískri konu, Mary Pat Frick, en hún lést 8. mars, eða skömmu áður en Sigurður smitast af kórónuveirunni. Sigurður var áhugmaður um hugaríþróttir, var snjall skákmaður en það var einkum bridge-íþróttin sem átti hug hans allan; þar lét hann til sín taka. Margfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti spilari Íslands frá upphafi. Jón Baldursson, einn þekktasti bridge-spilari landsins sagði í viðtali eftir að lið Íslands kom heim sem heimsmeistarar í greininni með Bermuda-skálina, spurður hvort sá góði árangur hafi komið þeim á óvart: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þar átti Jón við Sigurð. Barði Hagström-gítarinn og orgaði með Sigurður var mikill húmoristi og áhugamaður um tónlist frá unga aldri. Útvarpsmaðurinn Ásgeir Tómasson var æskuvinur Sigurðar og hann minnist hans á Facebooksíðu sinni með pistli sem sýnir vel tónlistarsmekkinn þann: „Hörmuleg tíðindi bárust í kvöld. Æskufélagi minn af Kleppsveginum, Sigurður Sverrisson, er fallinn frá af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Heima hjá Sigga var hálfgildings félagsheimili nokkurra stráka í hverfinu, sem síðar hlaut nafnið Gagnfræðaskólinn við Kleppsveg. Þar var teflt, spilað bridge, reykt filterslaust, hlustað á John Mayall, Cream, Rolling Stones og alls kyns gæðatónlist aðra. Stundum stóð skólastjórinn upp og orgaði nokkra vel valda ópusa á fótstigna orgvél móður hans eða barði Hagström-gítarinn og söng við raust. Nokkrir “nemendur” í gagnfræðaskólanum hans Sigga náðu slíkri leikni við spilaborðið að þeir urðu heimsmeistarar í bridge,“ skrifar Ásgeir meðal annars um þennan æskuvin sinn.
Skák Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bridge Tengdar fréttir Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28 Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08 Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Fimm látnir af völdum COVID-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést í dag á Landspítalanum vegna COVID-19. 5. apríl 2020 22:28
Lést af völdum kórónuveirunnar Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 14:08
Þrír lausir úr öndunarvél og á batavegi Þrír sem greindust með COVID-19 og lágu þungt haldnir í öndunarvélum á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi eru komnir úr öndunarvél og eru á batavegi. 5. apríl 2020 15:32