Flugu tilraunaþotu til Kína til að sækja andlitsgrímur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 17:00 A350-1000 tilraunaþota Airbus affermd í Toulouse í dag eftir komuna frá Kína. Farmurinn var fjórar milljónir af andlitsgrímum. Mynd/Airbus. Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus: Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus:
Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57
Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28