Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug.
Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunnar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J.
Nú er hún komin í samstarf við YouTube-rás Eurovision þar sem hún ræðir við þá keppendur sem áttu að taka þátt í keppninni í Rotterdam í ár.
Hún ræddi við Daða Frey á dögunum og fóru þau yfir lagið, ástandið í dag og framtíðina. Þar sagði hann til að mynda að hann myndi ekki taka þátt í Söngvakeppninni á næsta ári en myndi samt sem áður taka þátt í Eurovision á næsta ári fyrir hönd Íslands ef leitað væri til hans.
Daði valdi einnig hans uppáhaldslögin í keppninni í ár og þar valdi hann lögin frá Ítalíu og Litháen en hans 12 stig fara til Ástrala.
Hér að neðan má sjá spjall Daða Freyr og Nikkie.