Willum um 7-0 tapið gegn FH: „Veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 11:30 Úr leiknum fræga 2003. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Sjá meira