Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu.
Geir tók tvö lög, það fyrra var „Can´t Help Falling in Love“ eftir sjálfan Elvis Presley. Það síðara var svo „I Feel Good“ eftir James Brown og þá fóru hlutirnir að gerast.
Við mælum eindregið með því að fólk hlusti annars vegar á ljúfa rödd Geirs í spilaranum hér að neðan sem og það sjái stórbrotna takta þeirra Kjartans og Henrys.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.