Ensku stórliðin mögulega til Íslands á næstu vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 08:00 Liverpool leikmennirnir Takumi Minamino, Andy Robertson, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Pedro Chirivella og Virgil van Dijk á æfingu með Liverpool liðinu. Gætu þeir verið á leiðinni til Íslands? Getty/John Powell Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira