Ensku stórliðin mögulega til Íslands á næstu vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 08:00 Liverpool leikmennirnir Takumi Minamino, Andy Robertson, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Pedro Chirivella og Virgil van Dijk á æfingu með Liverpool liðinu. Gætu þeir verið á leiðinni til Íslands? Getty/John Powell Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira