Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 19:48 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir í þágu námsmanna á blaðamannafundi í HR í dag. Vísir/Vilhelm Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan. Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan.
Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46
Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14