Sterkasta golfmót allra tíma hér landi? Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:30 Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdótti og Guðmundur Ágúst Kristjánsson verða á meðal keppenda um helgina. MYND/SETH@GOLF.IS Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. Á heimasíðu Golfsambands Íslands segir að eftir því sem næst verði komist hafi keppendahópur á golfmóti á Íslandi alla vega ekki verið sterkari í nokkur ár. Íslandsmótið á Akureyri árið 2016 gæti komist nálægt styrkleikanum. Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) skráðar til leiks. Þær hafa ekki keppt á sama golfmóti frá því á Íslandsmótinu á Akureyri árið 2016. Í karlaflokki eru einnig allir sterkustu atvinnukylfingar landsins á meðal keppenda. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR, Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG). Þá eru sterkustu áhugakylfingar landsins á meðal þátttakenda en flestir þeirra sem stunda nám í Bandaríkjunum eru núna staddir hér á landi vegna kórónuveirunnar. Mótið um helgina er það fyrsta af þremur sem GSÍ stendur fyrir á svokallaðri heimslistamótaröð. Markmiðið með mótaröðinni er að kylfingar geti styrkt stöðu sína á heimslista áhugakylfinga en nú var atvinnukylfingum sérstaklega boðið að taka þátt vegna þess að mótahald erlendis liggur niðri. Samkvæmt golf.is verður leikið eftir sérstökum Covid- og staðarreglum á Hlíðavelli. Keppendafjöldi takmarkast við 39 kylfinga. Á Hlíðavelli verður einmitt einnig leikið á Íslandsmótinu í byrjun ágúst. Helgina 23.-24. maí fer svo fram fyrsta stigamót ársins á mótaröð GSÍ, á Garðavelli á Akranesi. Þar er búist við 140 keppendum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. Á heimasíðu Golfsambands Íslands segir að eftir því sem næst verði komist hafi keppendahópur á golfmóti á Íslandi alla vega ekki verið sterkari í nokkur ár. Íslandsmótið á Akureyri árið 2016 gæti komist nálægt styrkleikanum. Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) skráðar til leiks. Þær hafa ekki keppt á sama golfmóti frá því á Íslandsmótinu á Akureyri árið 2016. Í karlaflokki eru einnig allir sterkustu atvinnukylfingar landsins á meðal keppenda. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR, Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG). Þá eru sterkustu áhugakylfingar landsins á meðal þátttakenda en flestir þeirra sem stunda nám í Bandaríkjunum eru núna staddir hér á landi vegna kórónuveirunnar. Mótið um helgina er það fyrsta af þremur sem GSÍ stendur fyrir á svokallaðri heimslistamótaröð. Markmiðið með mótaröðinni er að kylfingar geti styrkt stöðu sína á heimslista áhugakylfinga en nú var atvinnukylfingum sérstaklega boðið að taka þátt vegna þess að mótahald erlendis liggur niðri. Samkvæmt golf.is verður leikið eftir sérstökum Covid- og staðarreglum á Hlíðavelli. Keppendafjöldi takmarkast við 39 kylfinga. Á Hlíðavelli verður einmitt einnig leikið á Íslandsmótinu í byrjun ágúst. Helgina 23.-24. maí fer svo fram fyrsta stigamót ársins á mótaröð GSÍ, á Garðavelli á Akranesi. Þar er búist við 140 keppendum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira