300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 16:35 Glefsa úr auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland sem ráðist var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. skjáskot Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. Íslandsstofa muni þurfa að greiða virðisaukaskatt auk þess sem hluti vinnunnar við auglýsingaherferðina fer fram hér á landi. Til stendur að ráða íslenska undirverktaka „og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu.“ Þetta segir Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Peel, vegna þeirrar gagnrýni sem útboð verkefnisins hefur hlotið. Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sagði þannig í morgun að það væri leiðinlegt að verkefnið hafi endað hjá hinni bresku M&C Saatchio, ekki síst í ljósi þess hvernig atvinnuástandið er á Íslandi þessa dagana. Mjótt var á munum í valinu. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en Pipar/TBWA hlaut 86,35 stig. Valgeir sagði jafnframt að jafnræði hafi skort í fjárhagslið útboðsins. Erlend fyrirtæki, eins og hið breska M&C Saatchi, borgi ekki virðisaukaskatt hér á landi ólíkt þeim íslensku. Fjármálaráðuneytið taldi tilefni til að svara þessari fullyrðingu Valgeirs í yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segir að virðisaukaskattur sé greiddur af vöru eða þjónustu hvaðan sem hún er keypt. „Meginreglan er sú að seljandi skili skattinum, en í þeim tilvikum þar sem vara eða þjónusta er keypt af aðila sem ekki er virðisaukaskyldur á Íslandi, fellur skattskyldan á kaupandann,“ segir þar til útskýringar áður en tvö dæmi eru tekin: Dæmi 1. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af innlendri auglýsingastofu. – Verð án vsk. er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1.240.000 m/vsk (1 m.kr.+240 þ.kr.) og auglýsingastofan skilar 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Dæmi 2. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af erlendri auglýsingastofu (C) – Verð án vsk er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1 m.kr. án vsk en þarf sjálf að skila 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Íslensk gæði varðveitt með útlensku samstarfi Valgeir sagði það jafnframt skjóta skökku við að „senda þessar 300 milljónir úr landi“ í stað þess að verja þeim innanlands og fá skatttekjur á móti. Fyrrnefndur Magnús hjá Peel segir að M&C Saatchi hyggist þó ráða „önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér“ að auglýsingaherferðinni. Magnús Magnússon, stofnandi og framkvæmdarstjóri Peel.aðsend „Ég er sammála Guðmundi Pálssyni hjá Pipar, sem hefur tjáð sig um úrslit útboðsins í fjölmiðlum í dag, um að það skiptir miklu máli að hafa öflugan auglýsinga- og markaðsgeira á Íslandi,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu vegna málsins. Það sé sýn fyrirtækisins að gæði íslenska auglýsingageirans verði best varðveitt með samstarfi við fært, útlenskt auglýsingafólk. „Rétt eins og íslensk kvikmyndagerð og dagskrárgerð hefur notið þess ríkulega að þekking hefur byggst upp í stórum alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi, eins og Star Wars og Game of Thrones,“ segir Magnús til útskýringar. Stór hluti framleiðslunnar verði á Íslandi Verkefnið lúti að því að markaðssetja Ísland í útlöndum og því sé mikilvægt að vinna með fólki sem þekki vel til erlendra markaða og starfi þar dagsdaglega. „Öll íslensk flugfélög hafa til dæmis í gegnum árin leitað til erlendra fyrirtækja varðandi aðstoð við að koma sér á framfæri við ferðamenn í hverju landi fyrir sig. Að sama skapi vinna flestar íslenskar auglýsingastofur fyrir erlend vörumerki sem leitast eftir þekkingu þeirra við að markaðssetja sig og auglýsa hér á landi,“ segir Magnús og nefnir Dominos, Coke, Pepsi, Ikea og Uncle Ben's hrísgrjón máli sínu til stuðnings. Verkefnið sem féll í skaut M&C Saatchi sé ekkert öðruvísi. „Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ segir Magnús. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. Íslandsstofa muni þurfa að greiða virðisaukaskatt auk þess sem hluti vinnunnar við auglýsingaherferðina fer fram hér á landi. Til stendur að ráða íslenska undirverktaka „og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu.“ Þetta segir Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Peel, vegna þeirrar gagnrýni sem útboð verkefnisins hefur hlotið. Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sagði þannig í morgun að það væri leiðinlegt að verkefnið hafi endað hjá hinni bresku M&C Saatchio, ekki síst í ljósi þess hvernig atvinnuástandið er á Íslandi þessa dagana. Mjótt var á munum í valinu. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en Pipar/TBWA hlaut 86,35 stig. Valgeir sagði jafnframt að jafnræði hafi skort í fjárhagslið útboðsins. Erlend fyrirtæki, eins og hið breska M&C Saatchi, borgi ekki virðisaukaskatt hér á landi ólíkt þeim íslensku. Fjármálaráðuneytið taldi tilefni til að svara þessari fullyrðingu Valgeirs í yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segir að virðisaukaskattur sé greiddur af vöru eða þjónustu hvaðan sem hún er keypt. „Meginreglan er sú að seljandi skili skattinum, en í þeim tilvikum þar sem vara eða þjónusta er keypt af aðila sem ekki er virðisaukaskyldur á Íslandi, fellur skattskyldan á kaupandann,“ segir þar til útskýringar áður en tvö dæmi eru tekin: Dæmi 1. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af innlendri auglýsingastofu. – Verð án vsk. er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1.240.000 m/vsk (1 m.kr.+240 þ.kr.) og auglýsingastofan skilar 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Dæmi 2. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af erlendri auglýsingastofu (C) – Verð án vsk er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1 m.kr. án vsk en þarf sjálf að skila 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Íslensk gæði varðveitt með útlensku samstarfi Valgeir sagði það jafnframt skjóta skökku við að „senda þessar 300 milljónir úr landi“ í stað þess að verja þeim innanlands og fá skatttekjur á móti. Fyrrnefndur Magnús hjá Peel segir að M&C Saatchi hyggist þó ráða „önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér“ að auglýsingaherferðinni. Magnús Magnússon, stofnandi og framkvæmdarstjóri Peel.aðsend „Ég er sammála Guðmundi Pálssyni hjá Pipar, sem hefur tjáð sig um úrslit útboðsins í fjölmiðlum í dag, um að það skiptir miklu máli að hafa öflugan auglýsinga- og markaðsgeira á Íslandi,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu vegna málsins. Það sé sýn fyrirtækisins að gæði íslenska auglýsingageirans verði best varðveitt með samstarfi við fært, útlenskt auglýsingafólk. „Rétt eins og íslensk kvikmyndagerð og dagskrárgerð hefur notið þess ríkulega að þekking hefur byggst upp í stórum alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi, eins og Star Wars og Game of Thrones,“ segir Magnús til útskýringar. Stór hluti framleiðslunnar verði á Íslandi Verkefnið lúti að því að markaðssetja Ísland í útlöndum og því sé mikilvægt að vinna með fólki sem þekki vel til erlendra markaða og starfi þar dagsdaglega. „Öll íslensk flugfélög hafa til dæmis í gegnum árin leitað til erlendra fyrirtækja varðandi aðstoð við að koma sér á framfæri við ferðamenn í hverju landi fyrir sig. Að sama skapi vinna flestar íslenskar auglýsingastofur fyrir erlend vörumerki sem leitast eftir þekkingu þeirra við að markaðssetja sig og auglýsa hér á landi,“ segir Magnús og nefnir Dominos, Coke, Pepsi, Ikea og Uncle Ben's hrísgrjón máli sínu til stuðnings. Verkefnið sem féll í skaut M&C Saatchi sé ekkert öðruvísi. „Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ segir Magnús.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira