Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 13:27 Frá tónleikum í Ekvador fyrr í mánuðinum. AP/Dolores Ochoa Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira