Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 12:41 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sést þegar átakið Hjólað í vinnuna var sett á dögunum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira