Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 11:40 Kona skannar hitastig farþega á flugvelli í Róm. AP/Andrew Medichini Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira