Barnabörnin bíða eftir því að amma Eygló komi og hrekki þau í sóttkvínni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 13:29 Eygló Lind er engum lík. „Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira