Barnabörnin bíða eftir því að amma Eygló komi og hrekki þau í sóttkvínni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 13:29 Eygló Lind er engum lík. „Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira