Ekki hægt að æfa frjálsar utanhúss í Reykjavík: „Afleiðing ákvarðanaleysis“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 22:00 Miklar skemmdir eru á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli eftir veturinn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira