Íslandsmeistarar dagsins: Galdrakona frá Ísrael og langþráður titill eftir fullkomið tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 12:30 Guðbjörg Norðfjörð og Hanna B. Kjartansdóttir hlaupa sigurhringinn með Íslandsbikarinn á síðum Dags og á litlu myndinni má sjá hina mögnuðu Limor Mizrachi. Skjámynd/Dagur Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 3. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið KR í körfubolta sem vann ellefta Íslandsmeistaratitil félagsins 3. apríl 1999. Þegar tímabilið 1998-99 rann upp hafði KR-liðið tapað fimm úrslitaeinvígum á árunum 1993 til 1998 og kvennalið KR hafði enn fremur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1987. Forsíðan á íþróttakálfi DV eftis sigur KR liðsins vorið 1999.Skjámynd/DV Unnu alla 28 leiki sína á tímabilinu Tímabilið 1998-99 var hins vegar fullkomið af öllu leiti því KR-liðið vann alla 25 leiki sína í deild og úrslitakeppni og varð einnig bikarmeistari. Liðið vann alla 28 leiki sína á tímabilinu. Það sem gerði útslagið var koma hinnar ísraelsku Limor Mizrachi en þessi galdrakona gerði KR-konur algjörlega ósigrandi. Limor Mizrachi var með 23 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík var hún með 28,7 stig, 7,0 fráköst, 7,3 stoðsendingar og 5,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Boltaleiknin og leiðtogahæfileikarnir var eitthvað sem enginn hafði séð í íslensku kvennakörfunni fram að því. Þetta KR-lið kemur sterklega til greina sem besta lið alla ríma en ellefu leikmenn liðsins höfðu spilað með landsliðinu og í því voru á þeim tíma fjórar af sjö leikjahæstu landsliðskonum sögunnar. KR-konur fagna sigrinum á síðum DV.Skjámynd/DV Lánaði númerið sitt en tók um leið loforð af Limor Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði KR, var búin að spila í efstu deild í þrettán ár en varð nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Guðbjörg hafði alltaf spilað í treyju númer fjórtán en lánaði Limor Mizrachi hana á þessu tímabili en tók um leið af henni loforð að KR yrði Íslandsmeistari. „Ég hef nokkrum sinnum lent í þeirri aðstöðu að tapa úrslitaleikjum eins og stelpurnar í KR, og því var mér í mun að hjálpa liðinu að verða Íslandsmeistari. Það tókst, enda lögðust allir leikmenn á eitt að ná þessum árangri,“ sagði Limor Mizrachi við Morgunblaðið. „Við höfum haft góðan mannskap síðustu árin en ekki náð almennilega saman fyrr en nú. Ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi hafði góð áhrif á liðsheildina og stóð sig einstaklega vel í úrslitakeppnin. Í þriðja leiknum hafði hún mikla yfirburði yfir aðra leikmenn og skoraði 40 stig. Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með jafn góðum leikmanni og Limor er,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð við Morgunblaðið. Limor Mizrachi kom ekki aftur til íslands en varð meistari í Ísrael, Póllandi og Króatíu næstu ár á eftir. KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 3. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru kvennalið KR í körfubolta sem vann ellefta Íslandsmeistaratitil félagsins 3. apríl 1999. Þegar tímabilið 1998-99 rann upp hafði KR-liðið tapað fimm úrslitaeinvígum á árunum 1993 til 1998 og kvennalið KR hafði enn fremur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1987. Forsíðan á íþróttakálfi DV eftis sigur KR liðsins vorið 1999.Skjámynd/DV Unnu alla 28 leiki sína á tímabilinu Tímabilið 1998-99 var hins vegar fullkomið af öllu leiti því KR-liðið vann alla 25 leiki sína í deild og úrslitakeppni og varð einnig bikarmeistari. Liðið vann alla 28 leiki sína á tímabilinu. Það sem gerði útslagið var koma hinnar ísraelsku Limor Mizrachi en þessi galdrakona gerði KR-konur algjörlega ósigrandi. Limor Mizrachi var með 23 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu á móti Keflavík var hún með 28,7 stig, 7,0 fráköst, 7,3 stoðsendingar og 5,3 stolna bolta að meðaltali í leik. Boltaleiknin og leiðtogahæfileikarnir var eitthvað sem enginn hafði séð í íslensku kvennakörfunni fram að því. Þetta KR-lið kemur sterklega til greina sem besta lið alla ríma en ellefu leikmenn liðsins höfðu spilað með landsliðinu og í því voru á þeim tíma fjórar af sjö leikjahæstu landsliðskonum sögunnar. KR-konur fagna sigrinum á síðum DV.Skjámynd/DV Lánaði númerið sitt en tók um leið loforð af Limor Guðbjörg Norðfjörð, fyrirliði KR, var búin að spila í efstu deild í þrettán ár en varð nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Guðbjörg hafði alltaf spilað í treyju númer fjórtán en lánaði Limor Mizrachi hana á þessu tímabili en tók um leið af henni loforð að KR yrði Íslandsmeistari. „Ég hef nokkrum sinnum lent í þeirri aðstöðu að tapa úrslitaleikjum eins og stelpurnar í KR, og því var mér í mun að hjálpa liðinu að verða Íslandsmeistari. Það tókst, enda lögðust allir leikmenn á eitt að ná þessum árangri,“ sagði Limor Mizrachi við Morgunblaðið. „Við höfum haft góðan mannskap síðustu árin en ekki náð almennilega saman fyrr en nú. Ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi hafði góð áhrif á liðsheildina og stóð sig einstaklega vel í úrslitakeppnin. Í þriðja leiknum hafði hún mikla yfirburði yfir aðra leikmenn og skoraði 40 stig. Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með jafn góðum leikmanni og Limor er,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð við Morgunblaðið. Limor Mizrachi kom ekki aftur til íslands en varð meistari í Ísrael, Póllandi og Króatíu næstu ár á eftir. KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3)
KR Íslandsmeistari 1999 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 3.apríl Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Óskar Kristjánsson Fyrirliði: Guðbjörg Norðfjörð Árangur: 20 sigrar og 0 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 100 prósent sigurhlutfall (25-0) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Limor Mizrachi 86 stig (28,7 í leik) Guðbjörg Norðfjörð 30 stig (10,0) Hanna Björg Kjartansdóttir 28 stig (9,3) Kristín Björk Jónsdóttir 27 stig (9,0) Helga Þorvaldsdóttir 27 stig (9,0) Linda Stefánsdóttir 13 stig (4,3)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Tengdar fréttir Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30 Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Anna María Sveinsdóttir þjálfaði Keflavíkurliðið og fór einnig fyrir liðinu innan vallar þegar Keflavíkurkonur unnu sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í kvennakörfunni á þessum degi fyrir sautján árum. 2. apríl 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Ekkert aprílgabb hjá þessum tveimur liðum Tvö kvennalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitla 1. apríl og áttu þau það sameiginlegt að liðin náðu titlinum á seiglunni meira en nokkuð öðru. 1. apríl 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Þrjú körfuboltalið hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni 31. mars þar af komu tvö þeirra úr Keflavík. 31. mars 2020 12:30
Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Stjörnukonur enduðu átta ár bið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Þær ætluðu samt alltaf að tryggja sér hann daginn eftir. 30. mars 2020 12:30