Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:52 Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Bolungarvík.is Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar. Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví. Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum. Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. „Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi. Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Tengdar fréttir Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14 Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57 Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41 Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. 3. apríl 2020 10:14
Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ. 2. apríl 2020 19:57
Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. 1. apríl 2020 18:41
Stór hluti nemenda og kennara í Bolungarvík í sóttkví eftir að smit greindist í bænum Eitt tilfelli COVID-19 sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur hefur verið staðfest í Bolungarvík. Grunur er um fleiri. 31. mars 2020 19:35