Lokamót Equsana deildar í hestaíþróttum í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 12:30 Frá keppni í Equsana deild áhugamanna í hestaíþróttum. Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun. Hestar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokamóti Equsana deildar áhugamanna í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld á félagssvæði Spretts í Kópavogi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Keppt verður í tölti T3 og eru alls 58 knapar og hestar skráðir til leiks. Equsana deildin er mótaröð í hestaíþróttum og er bæði einstaklings- og liðakeppni. Lokamótið í kvöld mun skera úr um hvaða keppandi stendur uppi sem sigurvegari deildarinnar, sem og hvaða lið verður stigahæst, en fyrirfram er búist við æsispennandi keppni. Mjótt er á munum eins og staðan er fyrir lokamótið. Í einstaklingskeppninni tróna þrír knapar á toppnum, þær Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg með 20 stig, Vilborg Smáradóttir með 19 stig og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir með 18 stig. Og svo eru aðrir knapar sem koma fast á hæla þeim. Þrjú efstu liðin fyrir lokamótið eru Heimahagi með 383.5, Stjörnublikk með 339.5 stig og Vagnar og Þjónusta með 321 stig. Forkeppni í tölti hefst klukkan 18:00 og gert ráð fyrir að úrslitin verði riðin um klukkan 20:30. Lokamótið í Equsana deildinni átti að fara fram innanhúss, en vegna aðstæðna var ákveðið að færa það á útivöll. Sýnt verður beint frá viðburðinum á Stöð 2 sport. Einvala lið mun stjórna útsendingunni og lýsa keppninni, þau Telma L. Tómasson, þáttastjórnandi, Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, og Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa. Unnt er að gerast áskrifandi eða kaupa stakan viðburð í myndlyklum Vodafone og Símans. Á forsíðu kemur upp dálkur merktur ,,Viðburður” og þar er smellt á Equsana deildin til að fylgjast með lokamótinu í deildinni. Góða skemmtun.
Hestar Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira