Nýliðinn er númer eitt og tvö í sölu NFL-treyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:00 Tua Tagovailoa endaði háskólaferil sinn hjá Alabama á hækjum en var samt valinn númer fimm í nýliðavalinu og fær milljarðasamning hjá Miami Dolphins. Getty/ Joe Robbins Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel. NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel.
NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira