Nýliðinn er númer eitt og tvö í sölu NFL-treyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 14:00 Tua Tagovailoa endaði háskólaferil sinn hjá Alabama á hækjum en var samt valinn númer fimm í nýliðavalinu og fær milljarðasamning hjá Miami Dolphins. Getty/ Joe Robbins Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel. NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að það eru bundnar miklar væntingar til eins nýliðans í ameríska fótboltanum á næstu leiktíð. Mikið var búið að láta með leikstjórnandann Tua Tagovailoa á síðustu árum enda hann búinn að spila vel fyrir hið öfluga Alabama lið í bandaríska háskólafótboltanum. Tua Tagovailoa meiddist hins vegar illa á tímabilinu og það voru ekki öll félög tilbúin að veðja á það að hann næði sér að fullu af meiðslunum. Miami Dolphins valdi hann á endanum númer fimm. Miami Dolphins og Tua Tagovailoa hafa nú gengið frá fjögurra ára samningi sem færir honum meira en 30 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 4,4 milljarða íslenskra króna. Tua Tagovailoa has the NFL s highest-selling jerseys (#1 and #2) since the NFL Draft over Tom Brady and Joe Burrow. Another sign of the star power coming to Miami with Tagovailoa, who just inked his rookie deal.Story: https://t.co/alUb52LB7S— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) May 11, 2020 Það er ljóst að fótboltaáhugamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Miami og nágrenni hafa mikla trú á kappanum. Tua Tagovailoa sýndi það með Alabama að þar var á ferðinni frábær leikstjórnandi en mjöðmin hans fór mjög illa þegar hann meiddist og sú meiðsli gætu reynst honum erfið að yfirvinna. Ein vísbending um vinsældir Tua Tagovailoa er gríðarlega góð sala á treyjum Tagovailoa hjá Miami Dolphins. Treyjur Tua Tagovailoa hjá Miami Dolphins eru svo vinsælar að nýliðinn er nú númer eitt og númer tvö í sölu NFL-treyja þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik. Við erum þá að tala um treyjusölu eftir nýliðavalið og fólk vissi að Tua Tagovailoa væri að farta að spila með liði Miami Dolphins. Síðan þá hefur Tua selt fleiri treyjur en menn eins og Tom Brady og sá sem var valinn fyrstur, Joe Burrow, nýr leikmaður Cincinnati Bengals. Í fyrsta sæti er ljósblá treyja Tua Tagovailoa og í öðru sæti er hvíta treyjan hans. Tom Brady, sem er nýkominn til Tampa Bay Buccaneers er síðan í næstu fjórum sætum því allar mögulegar útgáfur af Buccaneers treyjum hans seljast mjög vel.
NFL Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira