Fyrstu CrossFit heimsleikarnir voru ekki góð upplifun fyrir Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum sínum árið 2012. Hún gerði vel í að komast þangað en það gekk allt á afturfótunum hjá henni á heimsleikunum sjálfum. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir halda áfram að fara saman yfir CrossFit ferla sína í Dóttir-spjallinu sínu og í þeim nýjasta var komið að því að rifja það upp þegar Katrín Tanja steig sín fyrstu spor á heimsleikunum árið 2012. Á meðan Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig frábærlega og tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð var upplifun allt önnur fyrir Katrínu Tönju. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt Katrín Tanja endaði í öðru sæti í undankeppni Evrópu á eftir Anníe Mist og ætlaði sér stóra hluti í frumraun sinni árið 2012. Annað kom á daginn og Katrín lenti hreinlega á vegg á leikunum. Katrín naut sín í undankeppninni og varð í öðru sæti á eftir Anníe í fimm af sex greinum. „Mér fannst ég vera að keppa við þig og fékk um leið þá falska trú að ég væri komin upp á þitt stig af því að ég var alltaf næst á eftir þér. Ég var bara ekki að meta stöðuna rétt,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram How Katrin our everything on the line and gained a winning mindset A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 10, 2020 at 7:38am PDT Hún undirbjó sig vel fyrir leikana en hafði um leið aldrei áður æft fyrir heimsleika og vissi ekki hvað hún var að fara út í. Hún og Anníe Mist æfðu heldur ekki saman þetta sumar. „Ég vissi ekki hvað ég átti von á og ég hafði aldrei þjálfað hugann minn. Ég sá fyrir mér að allt gengi fullkomlega upp. Þegar fór að ganga illa á leikunum þá hugsaði ég: Hvað er að gerast?,“ sagði Katrín Tanja og stressið fór illa með hana. Var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan „Ég fór að einblína á úrslitin og í hvaða sæti ég væri. Svo hrapa ég niður töfluna og áhyggjurnar aukast með hverri grein. Ég var alltaf að reyna að bæta fyrir síðustu grein á undan. Þú verður bara að gera þitt besta í hverri grein og það gengur ekki að reyna að bæta fyrir eitthvað. Þegar þú gerir það þá ferðu of hratt út og klúðrar einhverju öðru,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir grófu upp þessa gömlu mynd af þeim að keppa í fyrsta sinn á svæðismóti í CrossFit.Mynd/Instagram Katrín Tanja þurfti einnig að venjast því að vera í kringum allar CrossFit stjörnurnar sem hún hafði bara séð í sjónvarpinu og hún var svolítið með stjörnur í augum á þessum fyrstu heimsleikum. „Mér fannst líka eins og allar hinar þekktust svo vel og ég var bara ein út í horni. Ég var heldur ekki með þjálfara sem hefði getað hjálpað mér að ná aftur upp einbeitingu þegar hlutirnir fóru að ganga illa,“ sagði Katrín Tanja. Sat í stúkunni á lokadeginum Katrín Tanja endaði í 30. sæti á heimsleikunum en það sem var kannski sárast var að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekki að keppa á lokadeginum. „Ég sat í stúkunni á lokadeginum. Ég var svo vonsvikin og skammaðist mín fyrir að hafa ekki náð niðurskurðinum. Mér fannst ég ekki ætti heima þarna og þessi fyrsta upplifun mín af heimsleikunum var ekki góð,“ sagði Katrín Tanja. Það má hlusta á allt spjallið hjá Katrínu Tönju og Anníe Mist hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira