Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 20:00 Ingi Þór Steinþórsson kvaddi KR sem Íslandsmeistari en ekki var spilað um titilinn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/DANÍEL Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40