Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:33 Samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag, en ekki 31. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Lokagreiðslan lækkar nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins að sögn Icelandair. Hún átti að nema rúmum 20 milljónum bandaríkjadala en vegna aðstæðna var fallist á að hún muni nema 10,3 milljónum dala. Það gerir um 1,5 milljarð króna. Afhending á bréfum Icelandair Hotels fer svo fram í kjölfarið. Þá verður ný stjórn skipuð og þar mun Icelandair Group tilnefna einn stjórnarmann og Berjaya tvo. Heildarkaupverð 75% hlutar er um 6,5 milljarðar króna, eða 45,3 milljónir bandaríkjadala, miðað við núverandi gengi. Icelandair Group og Berjaya höfðu áður komist að samkomulagi um að Berjaya greiddi lokagreiðsluna 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá var jafnframt gengið út frá því að heildarkaupverðið yrði um 55,3 milljónir Bandaríkjadala. Úr þessu má lesa að kórónuveiran hafi lækkað verðið á hótelunum um 10 milljónir dala. Sjá einnig: Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að það sé ánægjulegt að ljúka sölunni á þessum tímapunkti. „Salan styður við stefnu okkar að leggja fyrst og fremst áherslu á kjarnastarfsemi Icelandair Group, flugrekstur, sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Bogi. „Þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkir í heiminum er ég sannfærður um að framtíðarhorfur íslenskrar ferðaþjónustu eru góðar. Kaup Berjaya endurspegla þá sýn og staðfesta gæði og virði hótelfélagsins sem verður helsti styrkur þess þegar kemur að því að grípa þau tækifæri sem gefast þegar fer að rofa til á ný.“ Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Berjaya Land Berhad og tengd félög eru með um 4.700 starfsmenn og nema árlegar tekjur samstæðunnar 1.76 milljarði bandaríkjadala. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag, en ekki 31. maí eins og áður hafði verið tilkynnt. Lokagreiðslan lækkar nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins að sögn Icelandair. Hún átti að nema rúmum 20 milljónum bandaríkjadala en vegna aðstæðna var fallist á að hún muni nema 10,3 milljónum dala. Það gerir um 1,5 milljarð króna. Afhending á bréfum Icelandair Hotels fer svo fram í kjölfarið. Þá verður ný stjórn skipuð og þar mun Icelandair Group tilnefna einn stjórnarmann og Berjaya tvo. Heildarkaupverð 75% hlutar er um 6,5 milljarðar króna, eða 45,3 milljónir bandaríkjadala, miðað við núverandi gengi. Icelandair Group og Berjaya höfðu áður komist að samkomulagi um að Berjaya greiddi lokagreiðsluna 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá var jafnframt gengið út frá því að heildarkaupverðið yrði um 55,3 milljónir Bandaríkjadala. Úr þessu má lesa að kórónuveiran hafi lækkað verðið á hótelunum um 10 milljónir dala. Sjá einnig: Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að það sé ánægjulegt að ljúka sölunni á þessum tímapunkti. „Salan styður við stefnu okkar að leggja fyrst og fremst áherslu á kjarnastarfsemi Icelandair Group, flugrekstur, sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Bogi. „Þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkir í heiminum er ég sannfærður um að framtíðarhorfur íslenskrar ferðaþjónustu eru góðar. Kaup Berjaya endurspegla þá sýn og staðfesta gæði og virði hótelfélagsins sem verður helsti styrkur þess þegar kemur að því að grípa þau tækifæri sem gefast þegar fer að rofa til á ný.“ Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Berjaya Land Berhad og tengd félög eru með um 4.700 starfsmenn og nema árlegar tekjur samstæðunnar 1.76 milljarði bandaríkjadala.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira