Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 19:00 Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi. Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Sjá meira
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi.
Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent