Lífið

Dagur 10: Ferðalangur í eigin landi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur heldur áfram á hringveginum, aleinn á ferð á tímum kórónuveiru.
Garpur heldur áfram á hringveginum, aleinn á ferð á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson

Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Ferðadagbók hans fyrir tíunda daginn má finna hér fyrir neðan.

Dagur tíu. Dagurinn sem átti að vera lokadagur ferðalagsins en var það svo sannarlega ekki. Ég er á Vestfjörðum. 

Vísir/Garpur Elísabetarson

Ég vaknaði við hanagal í Heydal í Mjóafirði. Sólin skein og loksins sá ég í fjallstindanna. Þvílík fegurð. Leið mín lá til Ísafjarðar. 

Klippa: Dagur 10 - Ferðalangur í eigin landi

Ég stoppaði þó hjá selunum mínum, sem lágu flatmaga í sólinni. Þeir voru of latir til að kippa sér upp við mína nærveru en sumir litu þó upp til að heilsa. 

Vísir/Garpur Elísabetarson
Vísir/Garpur Elísabetarson
Vísir/Garpur Elísabetarson
Vísir/Garpur Elísabetarson
Vísir/Garpur Elísabetarson

Ég keyrði inn í Ísafjarðabæ, milli fjallanna. Mögulega uppáhalds bærinn minn á landinu. Það er eitthvað við að keyra þarna inn í bæinn, einhver sterk heimatilfinning.

Ég rúntaði um bæinn og varð litið út á djúp þegar ég sá varðskipið Þór á fleygiferð. Ég hafði skásamband við áhöfn og bað þá vinsamlegast ekki skjóta niður flygildið mitt ef þeir yrðu varir við það. Því þetta þyrfti ég að fanga. Voldugt skip Landhelgisgæslunnar umkringd fjöllum Vestfjarða má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Vísir/Garpur Elísabetarson

Ég eyddi svo kvöldinu úti á bryggju þar sem ég fylgdist með sólinni setjast. Á morgun held ég suður, hvert veit ég þó ekki. Það er kannski það sem gerir þetta ferðalag svo töfrandi.

Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.